Syndaflóð og vatn í flöskum?

María Kristjánsdóttir vakti athygli mína á málefni sem af mörgum er álitið verða eitt stærsta vandamál jarðarbúa í framtíðinni. Vatn! Hún skrifar "Vatn í flöskum - Er eitthvað vit í því?" Þetta er góð spurning. Hér á hún við að maður getur keypt vatn, sem ekki er blandað sykri eða öðrum bragðefnum, á flöskum. Og spurningin er - Er eitthvert vit í því? Ég vil vekja athygli á að fólk hefur keypt vatn á flöskum langt fyrir okkar tíð. Til dæmis hefur Coca Cola verið selt á flöskum frá því 1886.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að John S. Pempelton fann upp þennan góða drykk. Þegar ég var barn var þetta munaðarvara sem var í boði á sunnudögum. Núna er vatn á flöskum keypt í tíma og ótíma og orðinn hluti af okkar daglega lífi. Gosdrykkir, ávaxtasafar, bjór, vín og allskonar bragðgæddir drykkir eru seldir í miklu magni á hverjum einasta degi. Þetta er ekki nein sunnudagsvara lengur. Og allar þessar flöskur eru fluttar, langar eða stuttar vegalengdir, með skipum og bílum. Og þegar við erum búin að drekka innihaldið, eru flöskurnar fluttar aftur tilbaka til verksmiðjunnar, eða bara hent á haugana.

Þannig að þegar þú heldur á flösku með vatni í, því alla þessar flöskur hvort sem það er bara hreint vatn eða vatn sem er blandað sykri eða öðru efni, ert þú valdur að að aukinni mengun í andrúmsloftinu.

Ég er hjartanlega sammála Maríu Kristjánsdóttir, það er fáránlegt að kaupa vatn á flösku úti í búð þar sem hægt er að fá að vatnið ókeypis.

Það er álít margra fræðimanna að aukin mengun í andrúmsloftinu er að valda stærsta vandamáli jarðarbúá í náinni framtíð. Á sama tíma sem fjöldi Englendinga eiga í vandamálum út af of mikilli rigningu eru þurrkar og hiti að drepa íbúa austur Evrópu. Og enn verra er ástandið í Asíu.

 Vatn í flösku er hluti af ofhitun andrúmslofts allra íbúa jarðarinnar og kannski hluti af syndaflóði okkar tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús T

Höfundur

Magnús T
Magnús T
Höfundur flutti erlendis fyrir 18 árum en er ennþá hluti af þjóðarsálinni.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband