Færsluflokkur: Bloggar

Fjölmiðlafrelsi og siðleysi

Svíar eru mjög hrifnir af fjölmiðlafrelsi sínu. Það má nánast segja hvað sem er án þess að eiga það á hættu að verða fyrir ámæli eða lögsókn. 

Myndin af spámanninum Muhammed sem hundi, á sinn uppruna að rekja til listamanns sem hefur það eitt að markmiði að vekja athygli á sjálfum sér. Myndin, eða verk listamannsins, hefur í sjálfu sér ekkert listrænt gildi og enn minna fréttagildi. Þess vegna má með sönnu segja að dagblaðið Nerikes Allehanda hafi nákvæmlega sama markmið og listamaðurinn.

Fjölmiðlafrelsi er nauðsynlegt í öllum samfélögum en það fylgir því mikil ábyrgð. Það er ekki ólöglegt að birta myndir af nöktu fólki, bara ef það er frægt. Það er heldur ekki ólöglegt að birta myndir af Múhammed sem hundi. Það er bara siðlaust.

Það er siðlaust vegna þess eins að það er verið að troða fólki um tær, bara til þess að vekja athygli á sjálfum sér. Bæði listamaðurinn og ritstjóri Nerikes Allehanda eru vel meðvitaðir um þetta.

Persónulega finnst mér það alveg mega virða trú og siði fólks, hvaðan sem þeir koma úr heiminum. Og það er ekkert sem bannar þessum fjölmiðlum að bera þá virðingu heldur. En því miður er ekki hægt að koma í veg fyrir að siðlausir ritstjórar troði fólki um tær.

Dagens Nyheter sagði í dag að Svíar myndu ekki biðjast afsökunar á birtingu myndarinnar. Hins vegar lýsti Fredrik Reynfeldt, forsætisráðherra Svía, yfir áhyggjum sínum af þessu í sjónvarpsviðtali í kvöld. Ég túlka yfirlýsingu hans sem dulbúna afsökun.


Gera Bubba að forseta

Ef Bubbi vill reka ráðherrana, samkæmt fréttinni, finnst mér það bara rétt að þessi mikli hugsuður lands vors og þjóðar fái að vera forseti. Hann hefur ábyggilega hugsað um þetta í marga daga og um leið og hann fengið tækifæri, komið þessu á framfæri. Mikil snilld! 


mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standið ekki í röðinni!

Eigendur Kaffi Sólon og Dyravarða ehf senda hér greinileg skilaboð. Standið ekki í röðinni fyrir utan því við gefum skít í hvort þú komist lífs eða lifandi frá þeirri reynslu.

Ég er ekki að segja að það sé á ábyrgð fyrirtækjanna hvort fólk hangi þarna fyrir utan eða ekki. Það er hins vegar mín skoðun að tryggja þurfi starfsmenn þannig að þeir standi ekki aðgeralausir þegar svona atburðir gerast, hvort sem það er inni á staðnum eða fyrir utan. Það hlýtur að hafa verið hræðileg reynsla fyrir þessa dyraverði að horfa upp á manneskju sem vildi heimsækja veitingahúsið verða fyrir misþyrmingum, án þessa að hreyfa hvorki tá eða fingur.


mbl.is Dyraverðir ótryggðir ef átök verða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Magnús T

Höfundur

Magnús T
Magnús T
Höfundur flutti erlendis fyrir 18 árum en er ennþá hluti af þjóðarsálinni.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband