Færsluflokkur: Lífstíll
5.9.2007 | 18:50
Hann tók þetta með í reikninginn
Það írafár sem hefur verið kringum auglýsingu Simans sýnir fram á það hversu viðkvæmt efnið er. Hvort sem maður notar Múhameð eða Jesú í auglýsingabrellur sínar vakna sterkar tilfinningar hjá flestum.
Lars Vilks hefur sagt í sjónvarpi að hann hafi tekið þetta með í reikninginn áður en hann gerði myndirnar. Í dag sagðist hann taka þessu með ró, hann væri á ferðalagi og væri þess vegna hreyfanlegt skotmark.
Lars Vilks er, eins og Síminn, alveg stórkostlega ánægður með útkomuna. Mismunurinn er að Síminn þarf að borga fyrir birtinguna en Lars fær auglýsinguna ókeypis. Það er sjaldan sem svona léleg list fær svo mikla umfjöllun.
Sænskum listamanni hótað lífláti vegna Múhameðsmynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 08:05
Á að banna reykingar alfarið?
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig reykingabannið á veitingastöðum hefur bitnað á landsmönnum.
Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir nikótínfíkla að þurfa að fara út í kuldann í hvert einasta skipti sem þörfin tekur yfir. Hver er nautnin, þegar menn þurfa að sjúga þetta í sig skjálfandi og frjósandi?
Þar sem ég bý hefur samskonar bann verið í gildi í meir en eitt ár og kvarta fáir yfir því. Veitingastaðir hér hita upp veröndina fyrir utan staðinn svo að fólk frjósi ekki.
Bannið hefur valdið því að andrúmsloftið innanhúss hefur breyst til muna. Í staðinn fyrir yfirþyrmandi reykingalykt er loftið þrungið allskonar ilmvötnum, dýrum og ódýrum sem blandast lyktinni af þeim sem ekki hafa náð því að þvo sér í langan tíma. Svitalykt blandast við svitalyktareyðandi lykt. Allskonar matur veldur því að lykt sem kemur frá neðri deild líkamans verður áberandi. Þetta blandast allt í illa lyktandi daun sem léleg loftræsting getur ekki bætt fyrr en löngu eftir að allir eru farnir heim. Og ekki bætir úr því að hitinn inni, magnar þetta allt upp.
Þar að auki er komið upp nýtt vandamál. Þeir sem búa nálægt veitingastöðum geta ekki lengur opnað glugga vegna þess að allir þeir sem þurfa að reykja, standa fyrir utan og blása út reyknum með tilheyrandi fýlu sem áður var innilokuð og yfirgnæfði aðra fýlu sem nú eru að eyðileggja andrúmsloftið inni á þessum stöðum.
Hvað á gera? Einu sinni, ekki alls fyrir löngu var áfengi bannað. Ég ætla ekki að fara inn á það hvers vegna en hins vegar ætla ég að vekja máls á því hvers vegna reykingar eru ekki bannaðar alfarið. Til stuðnings þessu máli má geta þess að reykingar er stór kostnaður í heilbrigðiskerfi vestrænna þjóða. Krabbamein, lungnaþemba og fleiri sjúkdómar kostar skattgreiðendur mikla peninga, peninga sem betur er varið í annað.
Hvað myndi gerast ef að Ísland fyrst þjóða myndi banna reykingar alveg. Þar med innflutning á tóbaki og öðrum vörum með nikótíni í. Ísland yrði fyrsta þjóðin sem yrði laus við eitt af dýrustu heilsuvandamálum sem vestrænar þjóðir hafa glimt við. Landsmenn yrðu einnig ríkari. Reiknið út hvað einn pakki á dag kostar í 10 ár, eða 20 ár, eða 30 ár.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 23:08
Syndaflóð og vatn í flöskum?
María Kristjánsdóttir vakti athygli mína á málefni sem af mörgum er álitið verða eitt stærsta vandamál jarðarbúa í framtíðinni. Vatn! Hún skrifar "Vatn í flöskum - Er eitthvað vit í því?" Þetta er góð spurning. Hér á hún við að maður getur keypt vatn, sem ekki er blandað sykri eða öðrum bragðefnum, á flöskum. Og spurningin er - Er eitthvert vit í því? Ég vil vekja athygli á að fólk hefur keypt vatn á flöskum langt fyrir okkar tíð. Til dæmis hefur Coca Cola verið selt á flöskum frá því 1886.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að John S. Pempelton fann upp þennan góða drykk. Þegar ég var barn var þetta munaðarvara sem var í boði á sunnudögum. Núna er vatn á flöskum keypt í tíma og ótíma og orðinn hluti af okkar daglega lífi. Gosdrykkir, ávaxtasafar, bjór, vín og allskonar bragðgæddir drykkir eru seldir í miklu magni á hverjum einasta degi. Þetta er ekki nein sunnudagsvara lengur. Og allar þessar flöskur eru fluttar, langar eða stuttar vegalengdir, með skipum og bílum. Og þegar við erum búin að drekka innihaldið, eru flöskurnar fluttar aftur tilbaka til verksmiðjunnar, eða bara hent á haugana.
Þannig að þegar þú heldur á flösku með vatni í, því alla þessar flöskur hvort sem það er bara hreint vatn eða vatn sem er blandað sykri eða öðru efni, ert þú valdur að að aukinni mengun í andrúmsloftinu.
Ég er hjartanlega sammála Maríu Kristjánsdóttir, það er fáránlegt að kaupa vatn á flösku úti í búð þar sem hægt er að fá að vatnið ókeypis.
Það er álít margra fræðimanna að aukin mengun í andrúmsloftinu er að valda stærsta vandamáli jarðarbúá í náinni framtíð. Á sama tíma sem fjöldi Englendinga eiga í vandamálum út af of mikilli rigningu eru þurrkar og hiti að drepa íbúa austur Evrópu. Og enn verra er ástandið í Asíu.
Vatn í flösku er hluti af ofhitun andrúmslofts allra íbúa jarðarinnar og kannski hluti af syndaflóði okkar tíma.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Magnús T
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar